Auglýsing

Veðrið hefur leikið við keppendur á Íslandsmótinu í golfi á Hólmsvelli í Leiru – en gríðarleg úrkoma var í stutta stund rétt eftir hádegi í dag á öðrum keppnisdegi.

Þá rigndi gríðarlega mikið og um tíma stefndi í að fresta þyrfti leik þar sem að 7. flöt vallarins (áður sú 6.) var á floti.

Afreksstjóri Golfsambands Íslands, Ólafur B. Loftsson, og Karen Sævarsdóttir, formaður mótanefndar GSÍ, brugðust skjótt við ásamt sjálfboðaliðum að koma vatninu af flötinni þegar hægði á rigningunni.

Eins og sjá á má á þessum myndum voru Ólafur og Karen mjög samtaka í þessari aðgerð – sem heppnaðist vel.

Veðurspáin fyrir næstu tvo daga er ágæt – og þá sérstakla á þriðja keppnisdeginum. Á lokadeginum, sunnudaginn 21. júlí, er spáin á þann veg að vindurinn gæti verið í stóru hlutverki.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ