Minningarmót um Örvar Arnarsson fer fram á Öndverðarnesvelli 17. júni.
Mótið er punktamót þar sem hæst gefin forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar spila af gulum teig og konur af rauðum. Þeir karlar sem eru 70 ára og eldri mega spila af rauðum teig og reiknast þá forgjöf miðaða við þá teiga. Verðlaun eru eingöngu veitt þeim sem hafa löglega forgjöf samkvæmt forriti GSÍ. Aðeins er hægt að vinna ein verðlaun á mann fyrir utan nándarverðlaun. Skráning hefst laugardaginn 4. júní kl 18:00 og er hægt að skrá sig hér.
Þetta mót er til styktar Minningarsjóði Örvars Arnarsonar, sem hefur það hlutverk að aðstoða einstaklinga í framtíðinni sem missa ástvini af slysförum í útlöndum við að koma þeim látna heim.
Farið var að veita styrki úr sjóðnum 2014 en hann er sjálfstæður og á eigin kennitölu. Hefur umsóknum í sjóðinn fjölgað á hverju ári frá stofnun sjóðsins.
Golfmótið er ein aðal fjáröflunaruppákoma okkar og því hvetjum við alla golfara og velunnara sjóðsins að taka þátt. Mótsgjald er kr. 6000.
Vegna fjölda fyrirspurna fyrir þá sem komast ekki í mótið en vilja styrkja sjóðinn þá eru hér bankaupplýsingar minningarsjóðsins:
0526-14-403800, Kt. 660614-0360
Aðstandendur Minningarmóts Örvars Arnarsonar þakka öllum fyrirtækjum sem styrktu golfmótið með vinningum, kærlega fyrir stuðninginn. Tolli listamaður gaf olíumálverk eftir sig til styrktar sjóðnum og verður uppboð á því verki eftir verðlaunaafhendingu.
Verðlaunasæti í punktakeppni er sem hér segir:
1. sæti – Flugmiði fyrir tvo með Icelandair til Evrópu.
2. sæti – iPad Air, 16GB frá Epli
3. sæti – Jöklaganga fyrir tvo með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
4. sæti – Næturgisting á Hótel Grímsborgir fyrir tvo
5. sæti – Húðvörur frá BioTherm Heildverslunin Terma
6. sæti – Úr frá Jóni og Óskari
7. sæti – Ref-kragi frá Feldi
8. sæti – Ilmur og húðvörur frá Hugo Boss frá Halldóri Jónssyni
9. sæti – Leðurhandskar frá Feldi
10. sæti – Gjafabréf frá Nýja Kökuhúsinu
17. sæti – Karlar – Kultur taska frá Birger et Mikkelsen, Gallerí Sautján NTC
17. sæti – Konur – MXM trefill og húfa frá Gallerí Sautján, NTC
40. sæti – Karlar – Babyliss for Men, hársnyrtivél frá Halldóri Jónssyni
40. sæti – Konur – Morellato hálsmen frá Úr & Gull
Nándarverðlaun:
2. hola, Vesti – Vatnajökull, primaloft frá 66 Norður
5. hola, 3ja mánaðakort í Hreyfingu Heilsulind
13. hola, 3ja mánaðakort í World Class
15. hola, gisting fyrir tvo í eina nótt með morgunverði á Center Hotels
18. hola, 3ja mánaðakort í World Class
Næstur línu – Under Armor gjafabréf frá Altis
Dregnir verða út fjölda skorkortavinninga (u.þ.b. 60 vinningar) frá t.d.: Aha.is, Didriksons, Feldur, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Golfklúbburinn Oddur, Hamborgarafabrikkan, Innnes, Laugar Spa, Local salad, Lýsi, Margt smátt, Nói Síríus, Pfaff, Pharlogis, Road house, Samskip, Smith & Norland, ZO-ON, o.fl.
Einnig eru veglegar teiggjafir frá Vífilfelli, Freyju og Íslandsbanka 🙂