/

Deildu:

Auglýsing

Geir Svansson fæddist í Reykjavík 6. maí 1957. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi 21. mars 2022.

Geir var um langt árabil meðal fremstu kylfinga landsins, og lék bæði með landsliði unglinga – og fullorðinna.

Hann keppti fyrir Íslands hönd á þremur Evrópumeistaramótum á áttunda áratug síðustu aldar.

Þegar keppnisferlinum lauk tók Geir, um nokkurt skeið, virkan þátt í starfsemi Golfsambands Íslands m.a. við hönnun golfvalla víða um land.

Geir starfaði um langt árabil sem bókmenntagagnrýnandi. Hann ritstýrði fjölda bóka og gaf út fyrstu bækurnar sem birtar voru á íslensku um golfíþróttina, eina frumsamda og aðra í þýðingu.

Útför Geirs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 1. apríl 2022, og hefst athöfnin kl. 15.

Golfsamband Íslands færir fjölskyldu og aðstandendum Geirs innilegar samúðarkveðjur.  

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ