/

Deildu:

Gunnar Kristinn Gunnarsson.
Auglýsing

Gunn­ar Krist­inn. Gunn­ars­son fyrrv. fram­kvæmda­stjóri lést 4. sept­em­ber síðastliðinn á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands í Vest­manna­eyj­um, 74 ára að aldri.

Gunn­ar fædd­ist í Reykja­vík 21. fe­brú­ar 1950, son­ur hjón­anna Gunn­ars Krist­ins­son­ar, versl­un­ar­manns og söngv­ara, og Maríu Tryggva­dótt­ur tannsmiðs.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Gunn­ars er Sigrún Inga Sig­ur­geirs­dótt­ir fyrr­ver­andi bóka­vörður. Börn þeirra eru María Krist­ín, Gunn­ar Geir og Inga Lilý. Barna­börn­in eru sjö.

Gunn­ar út­skrifaðist sem viðskipta­fræðing­ur 1974 frá Háskóla Íslands. Hann var um tveggja áratuga skeið framkvæmdastjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um starfaði þar til ársins 2014 þar til eiginlegri starfsævi lauk.

Gunn­ar var virk­ur í fé­lags­störf­um inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann sat í fjölda ára í stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar Þrótt­ar í Reykja­vík og í stjórn HSÍ 1980-1984 og 1987-1992. Hann var m.a. framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í handbolta sem fram fór á Íslandi árið 1995, og var eftirlitsdómari í þeirri íþrótt um margra ára skeið hér á landi og erlendis á vegum EHF.

Gunn­ar var einnig virk­ur fé­lagi í Odd­fellow í Vest­manna­eyj­um, var m.a. yf­ir­meist­ari sinn­ar stúku og stór­full­trúi stúk­unn­ar fram að and­láti.

Golfhreyfingin fékk að njóta krafta Gunnars um margra ára skeið.

Gunn­ar var formaður Golf­klúbbs Vest­manna­eyja 1996-2000 og sat í stjórn Golf­sam­bands Íslands 2001-2019. Hann hlaut gull­merki HSÍ, GSÍ og ÍSÍ og silf­ur­merki ÍBV.

Fallinn er frá mikill heiðursmaður sem skilur eftir sig stórt skarð í golfhreyfingunni. Hans verður sárt saknað.

Golfsamband Íslands vottar aðstandendum innilegrar samúðar.

Gunnar verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 14. september kl. 13.

Nánar um streymi frá útförinni á vef Landakirkju – smelltu hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ