Deildu:

Öll mót fyrir árið 2025

Dags.Mótaskrá 2025Klúbbur
Maí
10Golf 14 – liðakeppniNK
17-18Vormót* GM
17-18UnglingamótaröðinGL
24-25Vormót*
23-25Unglingamótaröðin + Golf 14GSG
Júní
30-1GSÍ mótaröðin – HvaleyrarbikarinnGK
3-4HeimslistamótGHR
5-7Unglingamótaröðin – Nettó mótiðGKG
5-6Golf 14 – Nettó mótiðGKG
10-11Golf 14 – Golfhátíð á AkranesiGL
14-16Íslandsmót í holukeppni kvenna – GSÍ mótaröðinGO
19-21Íslandsmót golfklúbba – stúlkur – drengir, U12GR, GM, GKG
21-23Íslandsmót í holukeppni karla – GSÍ mótaröðinGM
25-27Íslandsmót golfklúbba – stúlkur U18 – drengir, U16, U18GHR
25-27Íslandsmót golfklúbba – stúlkur – drengir, U14GSG
Júlí
29-12Meistaramót golfklúbbaAllir
16Golf 14GM
17-19Íslandsmót 50+GHR
18-20GSÍ mótaröðin – KorpubikarinnGR
24-26Íslandsmót golfklúbba – 1. deild karla GKG
24-26Íslandsmót golfklúbba – 1. deild kvenna GA
23-25Íslandsmót golfklúbba – 2. deild karlaGF
24-26Íslandsmót golfklúbba – 2. deild kvenna GL
29-30UnglingamótaröðinGF
Ágúst
7-10Íslandsmótið í golfi – GSÍ mótaröðinGK
15-17Unglingamótaröðin – Íslandsmót í höggleik
15-17Golf 14 – Íslandsmót í höggleikGOS
13-14Heimslistamót
15-17Íslandsmót golfklúbba – 3. deild karlaGSS
15-17Íslandsmót golfklúbba – 4. deild karlaGVG
15-17Íslandsmót golfklúbba – 5. deild karlaGD
21-23Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild kvennaGV
21-23Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild kvennaGS
21-23Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild karlaGS
21-23Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild karlaGV
21-23Íslandsmót golfklúbba – 50+ 3. deild karlaGOS
21-23Íslandsmót golfklúbba – 50+ 4. deild karlaGHH
23-24Haustmót**NK
23-25Unglingamótaröðin og Golf14 Íslandsmót í holukeppniGM
30-31Haustmót**
September
6-7Golf14GR
6-7UnglingamótaröðinGR
*Gildir ekki á WAGR
**Gildir ekki á WAGR og telur ekki á stigalista GSÍ
Birt með fyrirvara um breytingar!

Allir kylfingar sem eru undir forgjafarviðmiðum mótaraðarinnar mega taka þátt. Mótin telja til stigalista GSÍ og heimslista áhugamanna (WAGR). Mótaröðin samanstendur af fjórum stórum mótum sem eru Korpubikarinn, Íslandsmót í holukeppni, Íslandsmót í höggleik og Hvaleyrarbikarinn. Stigameistarar eru krýndir að síðasta mótinu loknu. Horft er til að hlúa að þörfum kylfinga sem eru í vinnu, til að mynda er Korpubikarinn og Hvaleyrarbikarinn leikin á laugardegi (36 holur) og sunnudegi (18 holur) og Íslandsmót í holukeppni endar á mánudegi svo sem fæstir þurfa að taka frí. Í ár var þó ekki hægt að láta Íslandsmót í holukeppni klárast á mánudegi en það er stefnan fram á við.

Keppni í karla- og kvennaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni hefur ávallt farið fram á sama velli og á sama tíma en í ár mun kvennaflokkur leika 14.-16. júní hjá GM og karlaflokkur 22.-24. júní hjá GL. Þessi breyting stuðlar að því að okkar bestu áhugakylfingar geta bæði tekið þátt í Íslandsmótinu í holukeppni ásamt því að taka þátt í einu stærsta og virtasta áhugamannamóti heims en opna breska áhugamannamótið fer fram á sama tíma. Það mót er einnig tvískipt og breytingin leiðir af sér að það verði engin skörun. Að auki geta nú helmingi fleiri kylfingar tekið þátt í Íslandsmótinu í holukeppni. Accordion Content

Íslenskir kylfingar taka virkan þátt í sterkum alþjóðlegum golfmótum sem skarast á við mót á GSÍ mótaröðinni.
Áður fyrr voru afar fáir kylfingar sem tóku þátt í öllum mótunum sem varð til þess að keppnin um stigameistaratitlana var ekki mikil. Nú eru mótin fjögur og á tímasetningum sem skarast ekki á við alþjóðleg mót. Með þessari breytingu ættu flestir okkar bestu kylfinga að geta tekið þátt í öllum mótunum og þar af leiðandi gæti orðið mikil samkeppni um stigameistaratitlana.

Vor- og haustmót telja hvorki til heimslista áhugamanna né á stigalista GSÍ og eru þar af leiðandi mun opnari þegar kemur að holufjölda, leikfyrirkomulagi o.fl. Golfklúbbar eru framkvæmdaraðilar og útfæra mótin eins og þeir vilja. 

Unglingamótaröð GSÍ er fyrir kylfinga á aldrinum 15-18 ára sem leika í einum aldursflokki. Mótin eru 54 holur og yfirleitt 36 holur á fyrri keppnisdegi og 18 holur á seinni keppnisdegi. Mótin telja á heimslista áhugamanna (WAGR), en heimslistinn er mikilvægur ef kylfingar hafa áhuga á að komast í háskólagolf í Bandaríkjunum. Veitt eru aukaverðlaun fyrir bestan árangur 15-16 ára og 17-18 ára í hverju móti auk þess sem þeir aldursflokkar eru með sér stigalista á Unglingamótaröðinni. Efstu 16 á hverjum stigalista fá þátttökurétt í Íslandsmóti í holukeppni í unglingaflokkum.

Flestir af okkar bestu áhugakylfingum horfa til þess eða fara til Bandaríkjanna á íþróttastyrk. Þrátt fyrir að þetta sé ekki eina leiðin til að ná árangri eru flestir sammála um að hún sé best og þá sérstaklega fyrir kylfinga sem vantar að lengja tímabilið sitt og vantar aukinn fjárhagslegan stuðning. Því sterkari skóli (með betri aðstöðu, betri þjálfun, meira fjármagn o.s.fr.) sem okkar kylfingar komast í því betri tækifæri fá þeir að ná stærsta markmiðinu að spila á meðal bestu kylfinga heims á sterkustu atvinnumannamótum heims. Sterk staða á heimslista áhugamanna er líklega veigamesti þátturinn þegar okkar ungu kylfingar eru að koma sér á framfæri í háskólaferlinu. Þjálfarar í háskólunum eru fyrst og fremst að fylgjast með kylfingum á aldrinum 15-17 ára (18 ára í undantekningartilvikum og fyrir lakari skóla). Fyrir viðræður við sterkustu skólana er best að okkar kylfingar hámarki sína stöðu um 16 ára aldurinn (16-17) og fyrir lakari skóla er best að okkar kylfingar hámarka sína stöðu um 17 ára aldurinn (17-18).

Ef okkar bestu kylfingar hámarka stöðu sína á heimslistanum á réttum tímapunkti og eru ofarlega á heimslistanum í sínum aldursflokki fá þeir:
Mikla athygli og mikinn áhuga frá bestu skólunum
Þátttökurétt til að spila í nánast hvaða móti sem er í heiminum og geta því valið mót sem þjálfari/þjálfarar mæta til að fylgjast með.

Deildu:

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ