/

Deildu:

Auglýsing

Mótaskrá GSÍ fyrir keppnistímabilið 2017 liggur nú fyrir en unnið hefur verið í mótaskrá GSÍ frá því að formannafundur GSÍ fór fram á Selfossi í nóvember s.l.

Mótaskráin er hér fyrir neðan og einnig á golf.is.

Eimskipsmótaröðin tímabilið 2016-2017 hefst að nýju 19. maí á Hólmsvelli í Leiru. Tvö fyrstu mót tímabilsins fóru fram s.l. haust í Vestmannaeyjum og á Akranesi.  Á meðal breytinga sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi Eimskipsmótaraðarinnar má nefna að keppnisdögunum á haustmótunum hefur verið fækkað úr þremur í tvo. Og verða þar leiknar 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudegi.
Eimskipsmótaröðin 2017:

19.-21. maí: Hólmsvöllur, Leira (GS).
2.-4. júní: Hamarsvöllur, Borgarnes (GB).
22.-25. júní: Vestmannaeyjavöllur, (GV) Íslandsmótið í holukeppni
Stigalisti fyrir Íslandsmótið í holukeppni.
20.-23. júlí: Íslandsmótið í golfi, Hvaleyrarvöllur, (GK).
28.-30. júlí: Hvaleyrarvöllur, (GK) / Hvaleyrarbikarinn.
18.-20. ágúst: Grafarholtsvöllur / GR bikarinn / lokamót tímabilsins 2016-2017.

Tímabilið 2017-2018:
2.-3. september: Jaðarsvöllur, (GA).
16.-17. september: Urriðavöllur, (GO).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ