Landsamband eldri kylfinga á Íslandi hafa gefið út mótaskrá fyrir sumarið 2024.
Alls verða 8 mót á dagskrá á Öldungamótaröðinni, það fyrsta fer fram í lok maí og mótaröðinni lýkur um miðjan september.
Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 27.-29. júní.
ESGA Team Championship 2024 fer fram á Íslandi dagana 31.júlí – 2. ágúst en það er liðakeppni sem fram fer á tveimur völlum og verða keppendur vel á þriðja hundrað.
LEK eru samtök kylfinga sem eru 50 ára og eldri. Tilgangur samtakanna er að efla samstarf og félagsskap eldri kylfinga, standa fyrir mótaröð eldri kylfinga og taka þátt í alþjóðastarfi kylfinga innan ESGA.