Myndasyrpa frá sýnikennslu Anniku á Nesvellinum

Golf sýnikennsla (golf clinic) var í boði fyrir almenning á Nesvellinum í dag þar sem að Annika Sörenstam sýndi listir sínar.

 

Margfaldur Íslandsmeistari kvenna og PGA kennari, Ragnhildur Sigurðardóttir, bauð Anniku velkomna og Ólafur Loftsson, margfaldur NK meistari og Íslandsmeistari karla tók þátt með Anniku.

Veðrið var með ágætum þrátt fyrir lítilsháttar rigningu og höfðu gestir mikinn áhuga á að heyra frá því sem að sænska golfstjarnan hafði fram að færa.

Hér má sjá myndasyrpu frá viðburðinum sem var vel sóttur.(Visited 1,793 times, 1 visits today)