Úlfar Jónsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, segir hér frá nýrri inniæfingaaðstöðu GKG sem var opnuð nýverið í íþróttamiðstöð klúbbsins.
Alls eru 16 golfhermar í aðstöðunni, tvær stórar æfingaflatir auk veitingasalar og móttöku en öll þessi aðstaða er á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar.
Úlfar, sem er einn sigursælasti kylfingur Íslands, segir að aðstaðan sé algjör bylting og í raun eitt stórt ævintýri.
GKG er með aðstöðuna í boði fyrir alla kylfinga á Íslandi og er aðstaðan því aðgengileg fyrir þá sem hafa áhuga.
Inniæfingaaðstaðan er um 1.500 fermetrar sem er rétt tæplega tveir handboltavellir. Alls eru 65 golfvellir í boði í golfhermunum hjá GKG og einnig er hægt að leika Leirdalsvöll – heimavöll klúbbsins.