Auglýsing

Nettómótið á Áskorendamótaröð GSÍ fer fram föstudaginn 11. júní hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga. Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið – smelltu hér til að skrá þig.

„Það er gaman í golfi“

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Helstu atriði sem lagt verður upp með:

Ræst verður út frá kl. 9:00
Kylfuberar eru leyfðir, Sjá almennar reglur um kylfubera.
Höggleiks afbrigði: eftir 9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg.

Fallreitur skal vera flatarmegin þegar slegið er yfir vatnstorfæru.

Ef bolti týnist er lausnin eins og um hliðarvatnstorfæru væri að ræða. Eitt högg í víti þar sem boltinn fór inn í runna eða þ.h. og leikið áfram.

Mótið er ekki stigamót

Þeim kylfingum sem kjósa að leika til forgjafar er heimilt að flytja sig upp um flokk.

Þeir kylfingar sem leika í flokki 10 ára og yngri leika ekki til forgjafar.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum bæði hjá stelpum og strákum:

10 ára og yngri

9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar

Teigar 34 (bláir)

12 ára og yngri

9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar

Teigar 34 (bláir)

14 ára og yngri 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar teigar 41 (appelsínugulir)

15-18 ára 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar teigar 47 kk (grænir) og teigar 41 (appelsínugulir) kvk

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is seinasta lagi 9. júní fyrir kl. 23:59. Engar skráningar eru leyfðar eftir að skráningarfresti lýkur, jafnvel þó laus sæti séu í Nettómótið. Afskráning skal berast tímanlega á netfang golfklúbbsins sem heldur mótið (gkg@gkg.is).

Þátttökugjald

2.000,- kr.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða kynntir fyrir mótið en ræst er út frá kl. 9:00 á mótsdegi. Forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með tölvupósti og með mótinu í GolfBox.

Rástímar, skor og úrslit – smelltu hér.

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innfalinn í mótsgjaldi en keppnisvöllurinn verður opinn fyrir æfingahring fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi áður en mótið hefst. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til þess að panta rástíma. Athugið að greiða þarf þátttökugjald áður en æfingahringur er leikinn.

Verðlaun og verðlaunaafhending

Allir keppendur mótsins fá viðurkenningarskjal að leik loknum en einnig verða aukaverðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda. Verðlaunaafhending fer fram um leið og leik lýkur í hverjum flokki.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Áskorendamótaröðin GSÍ

Deildu:

Auglýsing
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Nick Carlson shot 58 today at Lo Romero 👊🏻 He needed a birdie on 18 to shoot 59 but holed 61 yards for back to back eagles and 58 🦅🦅🤯Atvinnukylfingurinn Nick Carlson úr Golfklúbbur Mosfellsbæjar lék á 58 höggum á Lo Romero af hvítum teigum. Landsliðshópur Íslands er í æfingaferð á Spáni og lék í móti innbyrðis í dag. Hann þurfti fugl á lokaholunni til að leika á 59 höggum, en sló í holu af 55 metra færi á lokaholunni fyrir öðrum erninum í röð 🦅🦅 7 fuglar, 4 ernir, 1 skolli og 6 pör.

challengetour dpworldtour nextgolftour
Gunnlaugur Árni Sveinsson er kylfingur ársins 2024 🇮🇸Þetta er í 27. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl.

Gunnlaugur Árni hóf nám við LSU háskólann í Bandaríkjunum í ágúst. Hann sigraði á sterku háskólamóti í október en sýnt var frá mótinu í beinni sjónvarpsútsendingu á Golf Channel alla keppnisdaganna. Hann hafnaði í 2. sæti í öðru háskólamóti og var á meðal 25 efstu kylfinganna í öllum fimm mótum annarinnar. Hann var valinn á Fred Haskins listann yfir bestu háskólakylfingana í Bandaríkjunum og var hann eini nýliðinn á listanum. Gunnlaugur Árni lék fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í liðakeppni sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild á næsta ári. Jafnframt endaði hann í 9. sæti á opna breska áhugamannamótinu sem er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heimi. Undir lok árs var Gunnlaugur Árni valinn að keppa fyrir hönd Evrópu í Bonallack Trophy þar sem 12 bestu áhugakylfingar Evrópu keppa á móti 12 bestu áhugakylfingum Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur Árni hóf árið í 962. sæti á heimslista áhugakylfinga en er í dag í 118. sæti.
Auglýsing