Nettómótið – sem er hluti af unglingamótaröðinni og telur á stigalista GSÍ fer fram á Leirdalsvelli dagana 9.-11. júní 2022.
Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit.
Mótið er nr. 2 í röðinni á unglingamótaröðinni en fyrsta mótið fór fram í byrjun mánaðarins á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Þriðja mót sumarsins er á dagskrá 15.-17. júlí og verður GR gestgjafi mótsins. Fjórða mót tímabilsins er Íslandsmótið í golfi hjá unglingum sem fram á tveimur völlum á sama tíma, 15 ára og eldri keppa á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 12.-14. ágúst og 14 ára og yngri á Setbergsvelli. Lokamótið og það fimmta á tímabilinu er Íslandsmótið í holukeppni sem fram fer á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 27.-29. ágúst.
Leikfyrirkomulag
Höggleikur, 18 holur á dag. Í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs eru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Áætlaðir rástímar
Fimmtudagur 13:00-16:00 – Athugið: Einungis flokkar 17-18 ára og 19-21 árs
Föstudagur 08:00 – 16:00
Laugardagur 08:00 – 16:00
Rásröðun
Fimmtudag: 19-21 árs, 17-18 ára.
Föstudag: 19-21 árs, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri.
Laugardag: 15-16 ára,14 ára og yngri, 19-21 árs og 17-18 ára,
Þátttökuréttur
Hámarksforgjöf í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs kk er 15 í fgj
Hámarksforgjöf í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs kvk er 25 í fgj
Hámarksforgjöf í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri kk er 30
Hámarksforgjöf í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri kvk er 36
Kylfuberar
Kylfuberar eru leyfðir í flokki 14 ára og yngri en bannaðir í öðrum flokkum.
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.
Þeir kylfingar sem leika 54 holur (17 til 21 árs) keppa um Nettóbikarinn sem veittur er fyrir lægsta skor pilta og stúlkna.
Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending og lokahóf fyrir alla flokka verður haldin að lokinni keppni á laugardagskvöld.