Atvinnukylfingurinn Nick Carlson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar leikur á Áskorendamótaröðinni í Suður Afríku þessa dagana. Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu.
Fyrsta mótið fer fram á Zebula golfvellinum í Limpopo í Suður Afríku 23.-26. janúar.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.
Tvö mót til viðbótar fara einnig fram í Suður Afríku, MyGolfLife Open á Pecanworth golfvellinum í Hartbeespoort, 30. janúar-2. febrúar. Cell C Cape Town Open fer fram á Royal Cape golfvellinum í Cape Town., 6.-9. febrúar.