/

Deildu:

Auglýsing

Atvinnukylfingurinn Nick Carlson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar náði því ótrúlega afreki að leika Lo Romero völlinn á 58 höggum af öftustu teigum. Íslenski landsliðshópurinn í golfi er í æfingaferð á La Finca á Spáni.

Hópurinn samanstendur af landsliðskylfingum, atvinnukylfingum og þjálfurum en nú stendur yfir þriggja daga mót hjá hópnum. Annar keppnisdagur var í dag þar sem helmingur hópsins lék á La Finca og helmingur á Lo Romero.

Það eru afar fáir sem hafa leikið keppnishringi af öftustu teigum á 59 höggum eða færri, en Birgir Leifur Hafþórsson lék Garðavöll á Akranesi á 58 höggum af næst öftustu teigum árið 2010.

Hér má sjá skorkort Nick, en hann fékk 7 fugla, 4 erni og 1 skolla á hringnum.

Nick sló beint ofan í holu af 55 metra færi á lokaholunni og tryggði sér þar með fjórða örn dagsins. Hér má sjá myndband af högginu á lokaholunni ásamt stuttu viðtali við Nick.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ