Alls eru níu íslenskir kylfingar á meðal keppenda á Nordic Tour mótinu, Thisted Forsikring Championship, sem fram fer í Álaborg í Danmörku dagana 1.-3. júní. Þegar keppt er í Danmörku á Nordic League atvinnumótaröðinni eru mótin hluti af Ecco Tour mótaröðinni í Danmörku.
Nordic Tour mótaröðin getur opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina, ChallengeTour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu – þar sem að Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru með keppnisrétt eftir að hafa náð frábærum árangri á Nordic Tour. Axel Bóasson, GK, hefur einnig komist inn á Áskorendamótaröðina með frábærum árangri á þessari mótaröð. Axel hefur nú þegar sigrað á einu móti á Nordic Tour á þessu keppnistímabili.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Íslensku keppendurnir eru:
Andri Þór Björnsson, GR
Ragnar Már Garðarsson, GKG
Aron Snær Júlíusson, GKG
Axel Bóasson, GKG
Bjarki Pétursson, GKG
Gísli Sveinbergsson, GK
Aron Bergsson, Hills GK Svíþjóð – GKG
Róbert Leó Arnórsson, GKG
Dagur Fannar Ólafsson, GKG
Róbert Leó og Dagur Fannar eru báðir áhugakylfingar og hafa ekki tekið þátt áður á móti á Nordic Tour.
Andri Þór, Ragnar Már, Aron Snær, Axel, Bjarki, Aron og Gísli hafa allir leikið á þessu tímabili á Nordic Tour mótaröðinni. Aron Bergsson hefur keppt fyrir GKG á Íslandsmótinu í golfi en hann keppir fyrir Hills GK í Svíþjóð. Andrea Bergsdóttir, sem hefur leikið fyrir íslenska landsliðið á undanförnum árum er systir Arons.
Nánar má lesa um árangur þeirra á stigalista mótaraðarinnar sem er hér fyrir neðan.
Smelltu hér fyrir stigalista Nordic Golf League – Road to Europe 2022.
Axel er í 7. sæti stigalistans. Þrefaldi Íslandsmeistarinn hefur tekið þátt á sjö mótum og er í 9. sæti á stigalistanum. Fimm efstu í lok tímabilsins komast beint inn á Áskorendamótaröðina, Challenge Tour, og einnig þeir sem sigra á þremur mótum eða oftar – á þessu tímabili.
Aron Snær, sem varð Íslandsmeistari í fyrra, hefur einnig tekið þátt á sjö mótum og er hann í 44. sæti stigalistans. Besti árangur hans er 10. og 14. sæti á þessu tímabili.
Bjarki, sem varð Íslandsmeistari árið 2020, er í 93. sæti stigalistans með fjögur mót á þessu tímabili og bestan árangur í 19. sæti.