Auglýsing

Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir glæsilegu þriggja daga unglingamót sem hefst næstkomandi mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GM.

Mótaröðin er vel þekkt hjá íslenskum kylfingum sem hafa verið áberandi á Global Junior Golf mótaröðinni víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum.

Mótið er fyrir krakka/unglinga 21 árs og yngri. Skráningin hefur gengið vel og hafa fjölmargir sterkir kylfingar skráð sig til leiks. Við fáum rúmlega 20 erlenda kylfinga í heimsókn og það verður virkilega gaman að sjá okkar krakka spreyta sig á heimavelli á móti þeim.

Það er ennþá opið fyrir skráningar og við eigum eftir nokkur pláss og viljum við því hvetja ykkur til þess að vera með og festa þetta mót í sessi hér á Íslandi.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar um Global Junior Golf mótaröðina sem og okkar mót!

Mótið fer fram dagana 26 -29 júní sem er sunnudagur ( æfingahringur) til miðvikudags og verður lokadagurinn spilaður að kvöldi til og vonandi fá við bjart og fallegt veður þegar móti lýkur um miðnætti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ