/

Deildu:

#elatc2016 #EM2016
Sunna Víðisdóttir.
Auglýsing
 – Guðrún Brá lék vel en á brattann að sækja hjá Íslandi

Fyrsta keppnisdegi á Evrópumóti kvennalandsliða í golfi er lokið á Urriðavelli. Bestu áhugakylfingar Evrópu eru þar mættir til leiks. Alls eru 20 þjóðir með lið í þessari keppni og 120 kylfingar sem mættir eru til leiks.

Staðan í mótinu:

Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A, B og C riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan.

Noregur kom verulega á óvart á fyrsta keppnisdeginum og er með átta högga forskot á Englendinga og ellefu högga forskot á Spánverja. Noregur lék samtals á +2 sem er ótrúlega gott skor. Evrópumeistaralið Frakka er í fjórða sæti á +14 samtals og þar á eftir koma Danir, Þjóðverjar, og Finnar á +15.

Screen Shot 2016-07-05 at 7.50.48 PM.png

Eins og áður segir hefur Evrópumeistaralið Frakka titil að verja. Frakkar hafa unnið þessa keppni undanfarin tvö ár.

161 Luque Maria Parra IMG_6582
Maria Parra Luque

Maria Parra Luque frá Spáni er í efsta sæti í einstaklingskeppninni á -3 eða 69 höggum. Luque er í fjórða sæti heimslistans í golfi áhugamanna en hún er með +4.5 í forgjöf.

Stina Resen frá Noregi er önnur á -2 og þar á eftir koma fjórir kylfingar á -1.

Screen Shot 2016-07-05 at 7.53.38 PM.png
Íslenska liðið náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum en Ísland lék samtals á 392 höggum eða +32. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék best í íslenska liðinu eða á 73 höggum eða +1. Skor íslenska landsliðsins var eftirfarandi:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir 73 (+1)
Sunna Víðisdóttir 77 (+5)
Anna Sólveig Snorradóttir 77 (+5)
Signý Arnórsdóttir 82 (+10)
Ragnhildur Kristinsdóttir 83 (+11)
Berglind Björnsdóttir 86 (+14)

Úrslit síðustu ára á EM kvenna:

  • 2015 Helsingør, Danmörk.
    Evrópumeistarar Frakkland – Ísland 19. sæti.
  • 2014 Ljubljana, Slóvenía.
    Evrópumeistarar Frakkland – Ísland 16. sæti.
  • 2013 Fulford, England.
    Evrópumeistarar Spánn – Ísland 17. sæti.
  • 2011 Murhof, Austurríki.
    Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.
  • 2010 La Manga Club, Spánn.
    Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 17. sæti.
  • 2009 Bled, Slóvenía.
    Evrópumeistarar Þýskaland – Ísland 16. sæti.
  • 2008 Stenungsund, Svíþjóð.
    Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland tók ekki þátt.
  • 2007 Castelconturbia, Ítalía.
    Evrópumeistarar Spánn – Ísland tók ekki þátt.
  • 2005 Karlstad, Svíþjóð.
    Evrópumeistarar Spánn – Ísland 15. sæti.
  • 2003 Frankfurter, Þýskaland.
    Evrópumeistarar Spánn – Ísland tók ekki þátt.
  • 2001 Golf de Meis, Spánn.
    Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.
  • 1999 St Germain, Frakkland.
    Evrópumeistarar England – Ísland tók ekki þátt
  • 1997 Nordcenter G&CC, Finnland.
    Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland tók ekki þátt.
  • 1995 Milano, Ítalía.
    Evrópumeistarar Spánn – Ísland 17. sæti.
  • 1993 Royal Hague, Holland.
    Evrópumeistarar Svíþjóð – Ísland 16. sæti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ