Golfsamband Íslands

Nútímavæddar áhugamannreglur í golfi gefnar út

Nútímavæddar áhugamannreglur í golfi gefnar út

Liberty Corner, New Jersey, Bandaríkjunum og St. Andrews, Skotlandi (26. október 2021)
– Nýjar áhugamannareglur í golfi hafa verið gefnar út af Bandaríska golfsambandinu og The R&A. Reglurnar taka gildi 1. janúar 2022.

Útgáfan er nýjasta skref regluyfirvalda við að gera golfreglurnar auðskildari og auðveldari í framkvæmd og kemur í kjölfar endurskoðunar golfreglnanna 2019. Nýju reglurnar taka mið af athugasemdum og ábendingum kylfinga og golfiðnaðarins eftir yfirgripsmikið rýniferli, til að tryggja að reglurnar taki mið af því hvernig golf er leikið í dag af milljónum kylfinga um heim allan.

Endurskoðunin og þau viðbrögð sem fengust þegar upphaflegar tillögur voru kynntar fyrr á þessu ári staðfesta mikilvægi áhugamannagolfs og gagnsemi þess að viðhalda áhugamannreglunum.

Niðurstaða endurskoðunarinnar eru reglur þar sem afnumdar hafa verið margar fyrri takmarkanir á golfi áhugamanna, samhliða því að tryggja að heilindum leiksins sé viðhaldið, með því að setja mörk á eðli og verðmæti þeirra verðlauna sem áhugamenn mega þiggja.

Hluti af nútímavæðingu reglnanna felst í því að nú geta eingöngu eftirfarandi athafnir valdið því að leikmaður tapi áhugamannaréttindum sínum:

Til að ná fram þessari einfaldari nálgun en áður verða eftirfarandi lykilbreytingar á reglunum:

Afnám takmarkana varðandi styrki og hækkun hámarks verðlaunafjár í 1000 dali eða 700 pund í keppni án forgjafar eykur verulega möguleika afrekskylfinga á að greiða kostnað í tengslum við golfiðkunina.

Craig Winter framkvæmdastjóri golf- og áhugamannreglna hjá Bandaríska golfsambandinu:

„Golf er einstætt að því leyti hversu sterkt það höfðar jafnt til keppenda og þeirra sem eingöngu leika sér til ánægju. Þetta kom skýrt fram í þeim viðbrögðum sem við fengum fyrr á þessu ári og við teljum að breytingarnar á reglunum séu til einföldunar og tryggi heilbrigði áhugamannagolfs, ekki eingöngu hjá þeim sem taka þátt í afreksgolfi áhugamanna heldur einnig hjá þeim milljónum kylfinga á öllum aldri og öllum getustigum sem njóta þess að keppa á sínum heimavelli.“


Grant Moir, framkvæmdastjóri golfreglna hjá The R&A:

„Það er ánægjulegt að kynna þessar nýju áhugamannareglur í dag. Reglurnar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja heilindi íþróttarinnar, þar sem leikmenn sjá sjálfir um framfylgni reglnanna. Reglurnar þurfa að vera í takt við tímann. Þetta er sérstaklega mikilvægt í afreksgolfi áhugamanna, þar sem margir kylfinganna þurfa fjárhagslegan stuðning til að keppa og þróa leik sinn. Nýju reglurnar veita þeim tækifæri til þess og munu eiga þátt í að fleiri geti notið íþróttarinnar.“

Nýju reglunum fylgja leiðbeiningar, yfirlit og útskýringar á þeim rökum sem liggja að baki breytingunum, ásamt stöku skýringum á ástæðum þess að sumar reglnanna eru óbreyttar.

Þetta efni má finna á www.usga.org/amateurstatus

Um USGA

Bandaríska golfsambandið er sjálfseignarstofnun með það hlutverk að þjóna golfíþróttinni og þróa hana. Sambandið var stofnað 1894 og stendur fyrir mörgum helstu golfkeppnum atvinnumanna og áhugamanna, þar á meðal Opna Bandaríska meistaramótinu, bæði í karla- og kvennaflokki. Ásamt R&A ber bandaríska golfsambandið ábyrgð á reglum um golfleikinn, útbúnað, forgjöf og áhugamenn. Við höfuðstöðvar sambandsins í Liberty Corner, New Jersey má einnig finna rannsóknarsetur þess, þar sem vísindum og nýsköpun er beitt til að viðhalda heilbrigðri og sjálfbærri íþrótt til framtíðar. Þar má einnig finna golfsafn sambandsins þar sem varðveittir eru og haldið á lofti merkustu gripum úr sögu íþróttarinnar. Sjá nánar á usga.org.

Um R&A

Þar sem vísað er til R&A er átt við The R&A Rules Limited. R&A, í St. Andrews í Skotlandi, ber ábyrgð á reglum um golfleikinn um heim allan, ásamt bandaríska golfsambandinu. Lögsaga aðilanna tveggja er ólík en í sameiningu gefa þeir út sömu reglur vegna golfleiksins, áhugamanna og útbúnaðar. Lögsaga R&A nær til heimsins alls, utan Bandaríkjanna og Mexíkó, fyrir hönd yfir 36 milljóna kylfinga í 144 löndum og með stuðningi 159 samtaka úr röðum áhugmanna og atvinnumanna.

Markmið R&A er að verja 200 milljónum sterlingspunda til þróunar golfleiksins á áratug og styðja vöxt íþróttarinnar alþjóðlega, þar á meðal með þróun og stjórn sjálfbærra mannvirkja.
Sjá nánar á www.RandA.org.

#

Exit mobile version