Golfklúbbur Brautarholts hefur opnað Trackman golfherma aðstöðu undir nafninu Golfbraut að Suðurlandsbraut 4. Í byrjun eru 3 golfhermar sem munu bæta verulega æfingaraðstöðu fyrir félagsmenn yfir vetrartímann. Aðstaðan er einskonar klúbbhús fyrir félagsmenn í bænum og hægt verður að bæta við hermum síðar ef aðsókn verður góð. Golfhermarnir eru af gerðinni Trackman io, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir notkun innandyra. Aðstaðan er opin öllum en nánari upplýsingar og bókanir eru á www.golfbraut.is
![IMG_0275 - Golfsamband Íslands F.v. Bjarni Pálsson gjaldkeri GBR, Hulda Bjarnadóttir forseti GSÍ, Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ og Gunnar Páll Pálsson formaður GBR.](https://www.golf.is/wp-content/uploads/2025/02/IMG_0275-1024x768.jpeg)