Golfsamband Íslands

Ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni

Slegið inn á flöt á Hólmsvelli í Leiru.

Það var mikið um að vera á Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem leiknar voru tvær umferðir í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni 2016 á Eimskipsmótaröðinni í karla og kvennaflokki. Það er ljóst að ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina í ár.

Í karlaflokki mætast Gísli Sveinbergsson úr Keili Hafnarfirði og Aron Snær Júlíusson úr GKG. Í kvennaflokki eigast við GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir.
Úrslitaleikirnir fara fram þriðjudaginn 21. júní og hefjast þeir kl. 9.50 og 10.00 á Hólmsvelli í Leiru.

Um bronsverðlaunin leika Theodór Emil Karlsson úr GM og Andri Már Óskarsson úr GHR. Í kvennaflokki eigast við Ingunn Einarsdóttir úr GKG og Signý Arnórsdóttir úr GK – en hún hefur tvívegis fagnaði sigri í þessari keppni. Leikirnir um þriðja sætið hefjast 9.30 og 9.40.

KPMG bikarinn 2016
Gísli Sveinbergsson GK Myndsethgolfis
Aron Snær Júlíusson GKG Myndsethgolfis
Berglind Björnsdóttir GR Myndsethgolfis
Ragnhildur Kristinsdóttir GR Myndsethgolfis

Úrslit í undanúrslitum:
Berglind Björnsdóttir, GR – Ingunn Einarsdóttir, GKG – 3/2.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Signý Arnórsdóttir, GK – 4/3.
Gísli Sveinbergsson, GK – Andri Már Óskarsson, GHR – 4/3.
Aron Snær Júlíusson, GKG – Theodór Emil Karlsson, GM. – 4/2.

Úrslit í 8-manna úrslitum karla urðu eftirfarandi:

Gísli Sveinbergsson, GK – Magnús Lárusson, GJÓ – 5/4.
Andri Már Óskarsson, GHR – Ólafur Björn Loftsson, GKG – Andri sigraði á 19. holu.
Theodór Emil Karlsson, GM – Arnór Snær Guðmundsson, GHD – 3/1.
Aron Snær Júlíusson, GKG – Rúnar Arnórsson, GK -2/1.

Ingunn Einarsdóttir, GKG – Þórdís Geirsdóttir, GK – 5/4.
Berglind Björnsdóttir, GR – Hafdís Alda Jóhannsdótir, GK – 3/2.
Signý Arnórsdóttir, GK – Særós Eva Óskarsdóttir, GKG -3/1.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jódís Bóasdóttir, GK -3/2.

Öll úrslit úr KPMG-bikarnum 2016 má nálgast hér: 

Andri Már Óskarsson GHR Myndsethgolfis
Theodór Emil Karlsson GM Myndsethgolfis

 

Ingunn Einarsdóttir GKG Myndsethgolfis
Signý Arnórsdóttir GK Myndsethgolfis
Exit mobile version