Site icon Golfsamband Íslands

Nýir KPMG-bikarmeistarar: Guðrún Brá og Egill Ragnar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í holukeppni

Egill Ragnar Gunnarsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG fögnuðu KPMG-bikarnum í dag á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni.

Guðrún sigraði Helgu Kristínu Einarsdóttur (GK) 3/2 í úrslitaleiknum. Egil sigraði félaga sinn úr GKG, Alfreð Brynjar Kristinsson 5/3.

Stefán Þór Bogason úr GR varð þriðji í karlaflokki en hann lagði Jóhannes Guðmundsson úr GR 1/0.

Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja í kvennaflokknum en hún sigraði Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur úr Keili 5/4.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá og Egill Ragnar fagna þessum titli. Egill Ragnar varð Íslandsmeistari í holukeppni um s.l. helgi á Íslandsbankamótaröð unglinga í flokki 19-21 árs.

Úrslit leikja:

Alls hófu 32 keppendur í karlafloki keppni og var þeim skipt í átta riðla. Efsti leikmaðurinn úr hverjum riðli komst áfram í átta manna úrslit í karlaflokki.

Í kvennaflokki voru fjórir riðlar og alls 16 keppendur. Tveir efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit.

 


Exit mobile version