Golfsamband Íslands

Nýr og breyttur Þorláksvöllur – tvær flatir á 1. braut og margar áhugaverðar breytingar

Tvær nýjar brautir voru teknar í gagnið á Þorláksvelli , þriðjudaginn 8. september. Um leið tók gildi ný leikröð brauta, sem fullgerð er með tilkomu nokkurra nýrra teiga. Nýtt vallarmat tók jafnframt gildi samhliða. Þar með er síðari áfanga náð í sjö ára breytingaferli sem hófst 2014 og hefur verið unnið í árvissum áföngum í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus. Hönnuður breytinganna er Edwin Roald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GÞ.

Fyrsta holan er óbreytt, að öðru leyti en því að hún hefur nú tvær flatir, þ.e. ekki aðeins þá gömlu góðu sem fólk hefur vanist, heldur einnig efri flötina sem löngum hefur tilheyrt 10. braut en hefur verið leikin sem ellefta flöt undanfarin fjögur ár. Golfklúbburinn ákveður sjálfur hvor flatanna er notuð hverju sinni, en af því ræðst hvor teigurinn er notaður á nýju 2. holunni, en hún hefur tvö teigasett, efra og neðra. Efri teigarnir tilheyrðu áður 12. braut, löngu par-5-holunni, en þeir neðri eru nýir, vinstra megin og aftan við gömlu 1. flötina.

Gamla 12. holan verður þriðja og styttist nokkuð, með nýjum teigum sem nú verða teknir í gagnið. Áfram er leikið eftir hana skv. sömu röð og kylfingar þekkja, þar til komið er aftur heim að skála. Sú braut, sem hingað til hefur verið átjánda hola, verður þannig níunda. Þaðan verður nú gengið á landbrú yfir tjörnina og yfir á nýja par-3-holu, sem verður tíunda. Hún er leikin frá teigmerkjum sem fyrst um sinn verða staðsett á eða við fráfarandi 3. flöt, inn á nýja flöt skammt aftan gömlu teiganna á 4. braut, sem verður ellefta braut og lengist úr par-4 í par-5 með vígslu nýrra teiga.

Völlurinn er síðan áfram leikin skv. áður gildandi röð, þar til kylfingar hafa lokið við leik á nýrri 16. braut, sem síðast var nr. 9, en hún hefur nýlega verið breikkuð og tjörnin stækkuð. Frá henni er gengið yfir á fráfarandi 2. braut, sem verður 17. hola. Hún verður áfram par-3 næstu misserin, en til stendur að hún verði stutt par-4, með nýtingu nýrra teiga sem gerðir voru í vor, og fyrirhugaðri stækkun á brautarsvæðinu þar fram undan. Hringnum er síðan lokað með nýrri lokaholu, sem sameinar fráfarandi holur nr. 3 og 10, heim að skála.

Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis

GÞ áformar að halda uppteknum hætti og vinna áfram að stöðugum endurbótum á Þorláksvelli. Í haust lítur m.a. út fyrir að sjálfvirkt vökvunarkerfi verði komið meðfram flestum flötum, en það nýtist einnig til að fá meiri og betri rækt í næsta nágrenni flatanna.

Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Frá Þorláksvelli Myndsethgolfis
Exit mobile version