Site icon Golfsamband Íslands

Nýtt forgjafarkerfi tekur gildi 1. janúar árið 2020

Lokaholan á Bakkakotsvelli er falleg par 3 hola, stutt og gefur möguleika á fugli, en reynist samt sem áður erfið fyrir marga. Mynd/seth@golf.is

Frá og með árinu 2020 verður eitt forgjafarkerfi notað á heimsvísu og verður það í fyrsta sinn sem eitt kerfi verður notað til að reikna út forgjöf kylfinga. Æðstu samtök golfíþróttarinnar á heimsvísu, USGA í Bandaríkjunum og R&A í Skotlandi hafa unnið að þessu verkefni í samvinnu við fjölmarga aðila og samtök á undanförnum árum.

Forgjafarkerfi fyrir kylfinga hafa verið ólík víðsvegar um veröldina og mismunandi áherslur einkenna hvert forgjafarkerfi.

Forgjafarkerfið hefur nú þegar verið prófað af 52.000 kylfingum í 15 löndum. Niðurstaðan er að 76% þeirra voru ánægðir með breytingarnar, 22% höfðu ekki skoðun á breytingunni og aðeins 2% voru óánægðir.

Hér eru helstu atriðin sem einkenna WHS forgjafarkerfið, World Handicap System.

Exit mobile version