Nýtt fyrirkomulag í Þ-mótaröðinni hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Hólmsvöllur í Leiru.

Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ákveðið að reyna nýtt fyrirkomulag í Þ-mótaröðinni 2018.

Í öllum Þ-mótunum verður notast við „Ready Golf“, þ.e. sá kylfingur sem er tilbúinn slær án tillits til hver sé lengst frá holu eðahver „eigi teiginn“. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu GS.

„Það er von okkar að með þessu fyrirkomulagi megi flýta leik talsvert. Þá eru allir kylfingar hvattir til að leika „Ready Golf“ þegar Leiran er spiluð í sumar,“ segir ennfremur í þessari frétt.

(Visited 102 times, 1 visits today)