Golfsambandið gaf út nýtt vallarmat og vægi fyrir 8 golfvelli núna í apríl. Allir þessir golfvellir fengu nýtt heildarmat þ.e. allir nýir teigar voru metnir og eldri teigar endurmetnir. Þegar nýtt vallarmat lítur dagsins ljós þá mun vallarforgjöf kylfinga í flestum tilvikum breytast eitthvað. Kylfingar fá þá fleiri eða færri högg í forgjöf eftir breytingar. Eftirtaldir vellir eru með breytta vallarforgjöf.
Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði, Jaðarsvöllur á Akureyri, Hamarsvöllur í Borgarnesi, Garðavöllur á Akranesi, Öndverðarnesvöllur, Skálavöllur í Vopnafirði, Grænanesvöllur á Norðfirði, Byggðarholtsvöllur á Eskifirði.
Fyrirhugað er að meta 10 golfvelli í sumar en ítarlegri upplýsingar um hvernig vallarmat fer fram má finna undir golf.is/vallarmat