Golfsamband Íslands

Oddný Sigsteinsdóttir Íslandsmeistari 2023 í flokki 65 ára og eldri

Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023.

Alls tóku 113 keppendur þátt og var keppt í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki, og 65 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki.

Leikinn var 54 holu höggleikur án forgjafar á þremur dögum.

Kvennaflokkur +65

Oddný Sigsteinsdóttir, GR, er Íslandsmeistari í golfi 2023 í kvennaflokki 65 ára og eldri. Oddný sigraði með þriggja högga mun. Helga Sveinsdóttir, GS, varð önnur og Björg Þórarinsdóttir, GO, varð þriðja.

Heildarúrslit hér:

Oddný Sigsteinsdóttir

Meðalforgjöf keppenda í mótinu var 9.1. Í karlaflokki var meðalforgjöfin 8 og 12 í kvennaflokki.

Alls voru 23 keppendur í kvennaflokki 50 ára og eldri, og 9 keppendur í flokki 65 ára og eldri kvenna.

Í karlaflokki voru 49 keppendur í flokki 50 ára og eldri, og 32 keppendur í flokki 65 ára og eldri.

Eins og áður segir voru keppendur alls 113 og komu þeir frá 23 mismunandi golfklúbbum víðsvegar af landinu.

Átta klúbbar voru með keppendur í kvenna – og karlaflokki.

Flestir keppendur komu frá GR eða 32 alls, Keilir var með 17 alls, GKG með 13 og Nesklúbburinn var með 10 keppendur.

Staða og úrslit – smelltu hér:

Ljósmyndir – smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu

GolfklúbburKarlarKonurSamtals
Golfklúbbur Reykjavíkur171532
Golfklúbburinn Keilir13417
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar7613
Nesklúbburinn8210
Golfklúbbur Suðurnesja426
Golfklúbbur Mosfellsbæjar415
Golfklúbbur Sandgerðis404
Golfklúbburinn Esja303
Golfklúbburinn Setberg303
Golfklúbbur Akureyrar112
Golfklúbburinn Oddur112
Golfklúbbur Fjallabyggðar202
Golfklúbbur Húsavíkur202
Golfklúbbur Hveragerðis202
Golfklúbburinn Leynir202
Golfklúbbur Ásatúns101
Golfklúbbur Borgarness101
Golfklúbbur Brautarholts101
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs101
Golfklúbbur Hólmavíkur101
Golfklúbbur Hornafjarðar101
Golfklúbbur Selfoss101
Golfklúbbur Vestmannaeyja101

Veitt voru verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum án forgjafar.

1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair

2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair

3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair

Lokahóf fór fram á laugardagskvöldinu á Hótel Keflavík og afhenti Karen Sævarsdóttir, úr stjórn GSÍ, verðlaunin.

Exit mobile version