/

Deildu:

07/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Olafia Kristinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta keppnisdeginum á CP-meistaramótinu á LPGA mótaröðinni sem fram fer í Kanada. Mótið hófst 23. ágúst og stendur fram til 26. ágúst. Leikið er á Wascana vellinum í Regina.

Íþróttamaður ársins 2017 lék á -4 eða 68 höggum. Hún er í 18. sæti eftir fyrsta hringinn. Ólafía fékk alls fjóra fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum í gær. Besta skorið er -8 en þrír kylfingar eru jafnir í efsta sæti á því skori.

Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór í Indianapolis, en þar lék hún á -1 samtals (71-72).

Þeir sem léku á -4 eða betur komust í gegnum niðurskurðinn.

Eins og staðan er núna þá er Ólafía í sæti nr. 139 á peningalista LPGA mótaraðarinnar.

Ólafía þarf að vera á meðal hundrað efstu til að halda keppn­is­rétt­in­um á næsta tíma­bili, en verði hún í sæt­um 101-125 í lok tíma­bils­ins, fær hún tak­markaðan keppn­is­rétt á næsta tímabili.

Þá þarf hún samt sem áður að fara í gegn­um úr­töku­mót fyr­ir mótaröðina í des­em­ber, verði hún í sæt­um 101-125.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ