Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 11. sæti á LET Access mótaröðinni en keppt var í Belgíu. GR-ingurinn lék lokahringinn á 75 höggum eða +2 og var hún samtals á -1 (73-70-75) eða 218 höggum. LET Access mótaröðin er næst sterkasta mótaröð Evrópu. Ólafía er með keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu, LET European Tour, en hún hefur fengið tækifæri á tveimur mótum á þessu tímabili á þeirri mótaröð.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék einnig á þessu móti en var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.