/

Deildu:

Ólafía Þórunn á 9. teig á Pure Silk mótinu á Bahamas. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, endaði í 56. sæti á LPGA móti í Bandaríkjunum. Mótið heitir Marathon Classic og fór fram í Sylvania í Ohio.

Ólafía lék hringina fjóra á 284 höggum (70-68-71-75) eða pari vallar samtals. Thidapa Suwannapura frá Taílandi sigraði á -14 eftir bráðabana gegn Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum.

Staðan er uppfærð hér:

Mótið fer fram á Highland Meadows Golf Club – og á mótið sér langa sögu. Keppt var fyrst árið 1984.

In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu hefur titil að verja en hún fagnaði sínum öðrum sigri á LPGA mótaröðinni á þessu móti í fyrra.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ