/

Deildu:

Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 93. sæti eftir lokahringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina.

Ólafía Þórunn lék hringina átta á alls +28 yfir pari eða 604 höggum (76- 77-72-75-78-74-72-80).

Alls fengu 45 efstu á lokaúrtökumótinu 100% keppnisrétt á LPGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Ólafía var 18 höggum frá 45. sætinu.

Ólafía endaði í 139. sæti á heildarstigalista LPGA mótaraðarinnar á nýliðnu tímabili og fór því beint inn á lokaúrtökumótið.

Skor keppenda er uppfært hér:

Breytingar hafa verið gerðar á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA. Á lokaúrtökumótinu verða leiknir átta hringir á ellefu dögum.

Keppt er á Pinehurst Resort í Bandaríkjunum.

Alls eru 108 keppendur sem keppa um 45 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á LPGA á næstu leiktíð.

Keppendur í sætum 101.-150 á peningalista LPGA fara beint inn á lokaúrtökumótið líkt og Ólafía Þórunn.

Keppendur í sætum nr. 11.-30. á Symetra atvinnumótaröðinni eru á meðal keppenda á lokaúrtökumótinu. Symetra atvinnumótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum í kvennaflokki á eftir LPGA.

Keppendur sem eru á meðal 75 efstu á heimslistanum en eru ekki með keppnisrétt á LPGA fá tækifæri á lokaúrtökumótinu.

Og þar til viðbótar eru þeir keppendur sem hafa komist í gegnum fyrstu tvö stig úrtökumótsins á LPGA á þessu hausti.

Keppnisfyrirkomulagið á lokaúrtökumótinu er með þeim hætti að dagana 24.-27. október verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum.

Dagana 31. október – 3. nóvember verða á ný leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum.

Allir 108 keppendurnir fá tækifæri að leika alla átta hringina og 45 efstu í mótslok fá keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ