/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á Volunteers of America Texas Shootout mótinu á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék á 79 höggum á þriðja keppnisdeginum eða +7. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja hringinn en 50 efstu komust áfram.

Ólafía lék á -4 á -öðrum hringnum en hún tapaði aðeins einu höggi á lokaholunni eftir að hafa fengið fimm fugla á fyrstu 17 holunum.

Staðan á mótinu: 

Ólafía lék á 67 höggum og er samtals á -1 eftir að hafa leikið á 74 höggum á fyrsta hringnum. Ólafía hefur leik kl. 12:32 að íslenskum tíma í dag og verður hún með Angel Yin og Brooke Pancake í ráshóp en þær eru báðar bandarískar. Ólafía er í

Mótið hófst á fimmtudaginn á Las Colinas vellinum í Texas en þetta er í fimmta sinn sem mótið fer fram.

Ólafía lék á +3 eða 74 höggum á fyrsta hringnum. Hún fékk tvo fugla og fimm skolla á hringnum og er í 88. sæti af alls 144 keppendum. Ólafía hefur leik kl. 14.05 að íslenskum tíma í dag á öðrum keppnisdegi.

Staðan á mótinu: 

Þetta er fimmta mótið á LPGA mótaröðinni hjá Ólafíu Þórunni á þessu tímabili. Hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur síðustu mótum eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótum tímabilsins.


Alfreð Brynjar Kristinsson, bróðir Ólafíu, og afrekskylfingur úr GKG verður aðstoðarmaður Ólafíu Þórunnar á þessu móti.

Ólafía Þórunn verður í ráshóp með Dori Carter frá Bandaríkjunum og Giulia Molinaro frá Ítalíu fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik kl. 19.00 að íslenskum tíma fimmtudaginn 27. apríl.

Mótið er sérstakt að því leiti að keppendum er fækkað tvívegis á fjórum dögum. Eftir 36 holur komast 70 efstu áfram. Að loknum þriðja hringnum eða 54 holum komast 50 efstu inn á lokahringinn.

Allir kylfingarnir sem eru á topp 20 á heimslistanum eru á meðal keppenda, þar á meðal Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem fagnar 20 ára afmæli sínu á mánudaginn. Þrír fyrrum sigurvegarar á þessu móti eru á meðal keppenda. Þar á meðal Inbee Park frá Suður-Kóreu sem hefur tvívegis sigrað á þessu móti. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum sem sigraði árið 2014 mætir til leiks ásamt Jenny Shin frá Suður-Kóreu sem hefur titil að verja. Shin fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum á þessu móti í fyrra.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ