Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 72 höggum eða -1 á öðrum keppnisdeginum á Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinn í Frakklandi í dag.
Ólafía fékk alls þrjá fugla en tvo skolla. Hún var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Ólafía er í 19.-25. sæti fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á -11.
„Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn.