Golfsamband Íslands

Ólafía og Valdís léku báðar yfir pari á fyrsta hring í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék á +3 eða 72 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi en Generali de Dinard meistaramótinu sem fram fer í Frakklandi. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er einnig á meðal keppenda á þessu móti og lék hún fyrsta hringinn á 74 höggum eða +5.


Mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni í Evrópu – sem er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni.

Ólafía og Valdís þurfa að leika vel á morgun, á öðrum keppnisdegi mótsins, til þess að koma sér í hóp þeirra sem fá að halda áfram á lokakeppnisdagana. Miðað við stöðuna eftir fyrsta hringinn þá er niðurskurðurinn á +2. Ólafía er í 48.-63. sæti af alls 120 keppendum. Valdís er í 76.-83. sæti.

Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014.

Þetta er fyrsta mót keppnistímabilsins en íslensku kylfingarnir ætla að leggja áherslu á LET Access mótaröðina á þessu tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni.

Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.


Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér:

10505132_10152643745377904_692746566046734320_o

 

Exit mobile version