GSÍ fjölskyldan
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, verður ekki með á fyrstu þremur mótum ársins á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Ólafía Þórunn tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á úrtökumóti sem fram fór í Marokkó í desember s.l. Það liggur nú fyrir að nýliðarnir á LET Evrópumótaröðinni komast ekki allir inn á fyrstu þrjú mótin sem fram fara á Nýja-Sjálandi og Ástralíu í febrúar.

Um 145 kylfingar komast inn á hvert mót fyrir sig og er eftirspurnin eftir sætum á þessum mótum mikil á meðal þeirra kylfinga sem hafa leikið á þessari mótaröð áður. Ólafía, er líkt og aðrir nýliðar á LET Evrópumótaröðinni, í styrkleikaflokki 08A. Ólafía er í sjöunda sæti á biðlista fyrir fyrsta mótið í Nýja Sjálandi sem hefst 12. febrúar. Nú þegar hafa ellefu nýliðar frá úrtökumótinu í Marokkó komist inn á þetta fyrsta mót á Nýja-Sjálandi.

Eins og áður segir komast 145 kylfingar inn á fyrsta mótið og þar af eru 36 kylfingar sem styrktaraðilar mótsins hafa valið sérstaklega. Það eru einhverjar líkur á því að Ólafía komist inn á fjórða mót ársin sem fram fer í Kína í mars en hún ætti að vera nokkuð örugg um að komast inn á fimmta mót ársin sem fram fer í Marokkó í byrjun maí.

Alls eru 20 mót á dagskrá á LET Evrópumótaröð kvenna á þessu keppnistímabili en aðeins átta þeirra fara fram í Evrópu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ