/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á US Open 2018. / USGA/Darren Carroll)
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á 2. keppnisdegi á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.

Ólafía Þórunn lék á +5 samtals en hún lék fyrsta hringinn á 70 eða pari vallar og síðar hringinn á 75 höggum.

Eins og staðan er núna þá er Ólafía tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía Þórunn var í ráshóp með Minami Hiruta frá Japan og Linn Grant frá Svíþjóð fyrstu tvo keppnisdagana.

Staðan.

Grant sigraði á úrtökumótinu sem fram fór á Englandi þar sem að Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir tóku þátt.

Ólafía verður þar með annar íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þetta risamót atvinnukylfinga í kvennaflokki. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á þessu móti í fyrra.

Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama.

Mótið var sett á laggirnar árið 1946 og er elsta risamótið á atvinnumótaröð kvenna. Mótið hefur yfirleitt verið haldið í júlí. Í ár fer mótið fram mun fyrr á árinu, eða í lok maí og byrjun júní.

Verðlaunaféð er um 540 milljónir kr. eða 5 milljónir bandaríkjadala. Sigurvegarinn í fyrra, Park Sung hyun frá Suður-Kóreu fékk um 97 milljónir kr. fyrir sigurinn í fyrra.

Ólafía Þórunn er að taka þátt á þessu risamóti í fyrsta sinn. Hún var fyrsti íslenski kylfingurinn sem komst inn á risamót þegar hún tók þátt á KPMG PGA mótinu í lok júní í fyrra.

Í ágúst 2017 komst Ólafía Þórunn inn á Opna breska meistaramótið og hún lék einnig á Evian meistaramótið í Frakklandi í september – sem er eitt af risamótunum fimm í kvennaflokki í golfinu.

Sigurvegarar frá árinu 2008: 

2017 Park Sung-hyun  South Korea Trump National Golf Club Bedminster, NJ 277 −11 5,000,000 900,000
2016 Brittany Lang  United States CordeValle Golf Club San Martin, CA 282 −6 PO 4,500,000 810,000
2015 Chun In-gee  South Korea Lancaster Country Club Lancaster, PA 272 −8 4,500,000 810,000
2014 Michelle Wie  United States Pinehurst Resort, Course No. 2 Pinehurst, NC 278 −2 4,000,000 720,000
2013 Inbee Park (2)  South Korea Sebonack Golf Club Southampton, NY 280 −8 3,250,000 585,000
2012 Choi Na-yeon  South Korea Blackwolf Run, composite course KohlerWI 281 −7 3,250,000 585,000
2011 Ryu So-yeon  South Korea Broadmoor Golf Club, East Course Colorado SpringsCO 281 −3 PO 3,250,000 585,000
2010 Paula Creamer  United States Oakmont Country Club OakmontPA 281 −3 3,250,000 585,000
2009 Ji Eun-hee  South Korea Saucon Valley Country Club Bethlehem, PA 284 E 3,250,000 585,000
2008 Inbee Park  South Korea Interlachen Country Club EdinaMN 283 −9 3,250,000 585,000

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ