Golfsamband Íslands

Ólafía Þórunn í áhugaverðu viðtali við Globalgolfpost

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á LET Evrópumótaröðinni og þá sérstaklega á fyrstu tveimur keppnisdögunum í Abu Dhabi nýverið hefur svo sannarlega vakið athygli. GR-ingurinn er í ítarlegu viðtali við rafrænu útgáfuna á Globalgolfpost þar sem rætt er við íslenska kylfinginn um ýmsa hluti.

Viðtalið má lesa hér: 

Globalgolfpost er gefið út 50 sinnum á ári og kemur út í rafrænni útgáfu og er útgáfan ókeypis.

Kuldin á Íslandi og hitinn í Abu Dhabi, andstæður, Hinrik Hilmarsson heitinn dómari, inniaðstaða, Básar, árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sumarsólstöður á Íslandi, Wake Forest háskólinn í Bandaríkjunum og Arnold Palmer eru umfjöllunarefni í þessari grein um Ólafíu.

Hún segir m.a. að Arnold Palmer hafi ekki spurt hana um golfið á Íslandi þegar hún hitti goðsögnina sem var einnig nemandi í Wake Forest á sínum tíma. Palmer hafði meiri áhuga á að vita eitthvað um laxveiðina á Íslandi – en veiðisögur frá Íslandi hafði Palmer heyrt frá vini sínum Jack Nicklaus.

Viðtalið í heild sinni má lesa með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

screen-shot-2016-11-16-at-11-18-24-am

Exit mobile version