Ólafía Þórunn byrjaði vel á lokamótinu á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjaði vel á lokamóti LPGA mótaraðarinnar sem hófst í dag í Naples í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Peiyun Chien frá Taïwan er efst þegar þetta er skrifað á -6 en keppni er ekki lokið þegar þetta er skrifað.

Staðan:

GR-ingurinn byrjaði á 10. teig í dag og fékk fugl á 3. holu (12.) og hún fékk síðan 10 pör í röð áður en hún fékk skolla á 4. sem var fyrsta höggið sem hún tapaði á hringnum. Á næstu fjórum holum fékk Ólafía þrjá fugla. Hún tapaði höggi á lokaholunni og endaði á -2 í dag. Hún er í 18. sæti sem er stórgóður árangur en mótið stendur yfir í fjóra daga.

Alls keppa 81 á lokamótinu og er Ólafía Þórunn í sæti nr. 80 á stigalistanum. Ólafía Þórunn er á sínu fyrsta ári á LPGA mótaröðinni og er hún því að keppa í fyrsta sinn á lokamótinu á stærstu atvinnumótaröð heims.

Á þessu ári hefur Ólafía Þórunn keppt á 25 mótum á LPGA mótaröðinni. Hún er örugg með sæti sitt á mótaröðinni á næsta tímabili og þarf hún  því ekki að fara á lokaúrtökmótið.

Lokamótið fer fram í Naples í Flórída dagana.16.-19. nóvember.

Ólafía Þórunn lyfti sér upp um tvö sæti á stigalistanum á síðasta móti sem fram fór í Kína og komst þar með inn á lokamótið.

(Visited 1,318 times, 6 visits today)