/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 32. sæti á Volunteers of America sem fram fór í Texas Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims. Keppnishaldið fór úr skorðum vegna veðurs og tvær umferðir af alls fjórum voru felldar niður.

Ólafía var í 3. sæti eftir fyrstu umferðina sem hún lék á -5 eða 66 höggum. Hún lék á 74 höggum eða +3 í lokaumferðinni.

Sung Hyung Park frá Suður-Kóreu sigraði á þessu móti á -11 samtals.

Mótið var það áttunda á tímabilinu hjá íþróttamanni ársins 2017. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum af alls átta.

Næsta mót hjá Ólafíu hefst þann 17. maí n.k. en það er Kingsmill Championship sem fram fer í Williamsburg.

Eftir mótið í Texas fær Ólafía Þórunn viku frí frá keppni en hún ætlar að nota tímann vel við æfingar í Pinehurst í Bandaríkjunum.

„Derrick Moore þjálfarinn minn kemur til Pinehurst í þeirri viku. Á þeim tíma ætlum við að æfa mikið og fínpússa hlutina. Í raun er ég alltaf að vinna í sömu hlutunum, smáatriði í tækninni, keppnisvellirnir eru líka mismunandi og ég þarf að aðlagast þeim og skipuleggja leik minn miðað við þá velli sem við keppum á.“

Ólafía segir að annað árið á LPGA mótaröðinni sé mjög líkt fyrsta árinu á LPGA.

„Ég hélt að ég yrði reynslumeiri á öðru keppnistímabilinu. Ég á enn eftir að læra helling og það er efst á forgangslistanum að stilla væntingunum í hóf, njóta þess að spila og slaka aðeins á,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Staðan.

 

 

 

Staðan.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ