Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 35. sæti á Blue Bai atvinnumótinu sem fram fórs í Kína. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á 72-75-71-76 eða +7 samtals. Ólafía Þórunn var í 24.. sæti fyrir lokahringinn en hún fór úr 36. sætinu á þriðja hringnum.
Keppendur voru alls 81. Keppnisvöllurinn í Kína er einn sá lengsti á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili.
Shanshan Feng frá Kína sigraði á -9 samtals og var einu höggi á undan Moryia Jutanugarn frá Tælandi.
Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili – og er þetta jafnframt lokamótið hjá Ólafíu Þórunni á mótaröðinni. Hún keppir í byrjun desember með Evrópuúrvalinu á The Queens mótinu í Japan. Í millitíðinni keppir hún á styrktarmóti hjá Sandra Gal en hún kom hingað til lands í sumar á styrktarmót Ólafíu Þórunnar og KPMG.
Mótið fer fram á Hainan eyjaklasanum í Kína.