Golfsamband Íslands

Ólafía Þórunn endaði í 36.-44. sæti – næst besti árangur hennar á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á LPGA móti sem fram fer í Oneida í Wisconsin.  Ólafía lék lokhringinn á pari vallar og var samtals á -10. Hún lék hringina fjóra á 68-70-68 og 72. Ólafía Þórunn endaði í 36.-44. sæti sem er næst besti árangur hennar á LPGA mótaröðinni frá upphafi.

Á stigalista LPGA var Ólafía Þórunn í 131. sæti fyrir þetta mót. Hún þarf að vera á meðal 100 efstu í lok tímabilsins til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta tímabili. Miðað við úrslit dagsins þá má gera ráð fyrir að Ólafía verði í 120. sæti stigalistans þegar hann verður uppfærður á mánudag.

Þeir kylfingar sem eru í sætum 101.-125 í lok tímabilsins fá takmarkaðann keppnisrétt á næsta tímabili en þurfa samt sem áður að fara í gegnum úrtökumótið í desember.

Staðan:

Mótið heitir Thornberry Creek LPGA Classic og er eitt af 33 mótum ársins á sterkustu atvinnumótaröð atvinnukvenna í golfi. Alls eru 144 kylfingar skráðir til leiks og flestir af bestu kylfingum heims er á meðal keppenda.

Heildarverðlaunaféð er 211 milljónir kr.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á mótinu í Bandaríkjunum: 

 

Exit mobile version