Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, endaði í 50. sæti á LET Evrópumótaröðinni sem fram fór á Spáni.
Mótið sem Ólafía Þórunn keppti á heitir Estrella Damm Ladies Open og fór það fram á Golf Club de Terramar dagana 20.-23. september.
Ólafía er með keppnisrétt á tveimur mótaröðum, LPGA í Bandaríkjunum og LET Evrópumótaröðinni.
Ólafía lék hringina fjóra á -3 samtals (72-69-69-71). Anne Van Dam frá Hollandi sigraði á frábæru skori eða -26 samtals.
Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti.