Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 59. sæti á Sime Darby LPGA mótinu sem fram fór í Kuala-Lumpur í Malasíu. Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á +7 samtals (74-67-73-77) eða 291 höggi. Cristie Kerr frá Bandaríkjunum fagnaði sigri á -15 samtals (70-63-65-71).

Næstu tvö mót hjá Ólafíu fara fram 2.-5. nóvember í Japan og í Kína 8.-11. nóvember.
Ólafía er í 72. sæti á peningalista LPGA en hún hefur unnið sér inn tæplega 22 milljónir kr. í verðlaunafé á sínu fyrsta tímabili á sterkustu mótaröð heims.

 

Staðan:

Alls voru 78 keppendur á þessu móti. Aðeins stigahæstu kylfingar LPGA mótaraðarinnar fá keppnisrétt á þessu móti og er ekki skorið niður eftir 36 holur líkt og á flestum öðrum mótum á LPGA mótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ