/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Opna breska meistaramótinu. Mynd/LET
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á LPGA mótinu sem fram fer á Nýja Sjálandi. Ólafía var í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn sem hún lék á 78 höggum eða +6 og var hún í 114. sæti eftir fyrsta hringinn.

Hún hóf leik á 2. keppnisdegi á 10. teig og byrjaði vel með sex pörum í röð og einum fugli á 7. braut eða 16. Hún tapaði hinsvegar 2 höggum á 8. braut (17.). Hún náði að laga stöðuna með tveimur fuglum á 10. og 13. og hún tapaði höggi á 17. braut (8.). GR-ingurinn lék því á pari vallar eða 72 höggum en það dugði ekki til að komast áfram. Ólafía hefði þurft að leika á +1 samtals til þess að komast áfram.


Mótið heitir McKayson og er þetta 21. mótið á LPGA mótaröðinni á þessu ári hjá Ólafíu.

Hún er sem stendur í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar er 4. sætið. Hún er í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. 100 efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í 1. forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.

Hér verður skor keppenda uppfært á mótinu: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ