/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 67. sæti á peningalistanum á LPGA mótaröðinni. GR-ingurinn endaði í 4. sæti á LPGA móti í Indiana um s.l. helgi sem er hennar besti árangur. Ólafía Þórunn fær enn betri stöðu á LPGA styrkleikalistanum eftir mótið í Indiana.

Ólafía Þórunn var nú þegar með keppnisrétt á McKayson mótinu sem fram fer á Nýja-Sjálandi 28. sept – 1. okt. Og þar sem hún færðist ofar á peningalistanum fékk hún keppnisrétt á Swinging Skirts sem fram fer 19.-22. okt í Taívan, Sime Darby mótinu í Malasíu 26.-29. okt.,  og Blue Bay mótinu sem fram fer 8.-11. nóvember á Hainan í Kína.

Eins og staðan er núna þá er Ólafía Þórunn í 67. sæti á peningalistanum en 100 efstu í lok tímabilsins halda keppnisréttinum á næsta tímabili. Ef henni tekst að vera í hópi 80 efstu þá kemst hún í 1. forgangshóp í mótin á næsta tímabili og getur valið sér þau mót sem hún kýs að taka þátt í.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ