/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir skrifar ítarlegan pistil á fésbókarsíðu sína þar sem hún fer yfir stöðuna eftir að hafa fallið úr keppni á LPGA móti á Honolulu. Hér fyrir neðan er pistill Ólafíu.

„Langt síðan ég hef skrifað hérna. Ég er búin að rekast óvart á nokkur komment um mig. Að velta fyrir sér hvað er eiginlega að… eða hvað er í gangi hjá mér. Fjölmiðlar skrifa líka af og til greinar um mig sem segja ekki alltaf rétt frá.

Þetta er jú allt eðlilegt og hluti af þessu, allt í góðu. Ég reyni að hunsa þetta því það virkar best fyrir mig, og er þakklát fyrir jákvæðu, fallegu skilaboðin sem ég fæ send. En ég get sagt ykkur það að golf er ekki alltaf dans á rósum. Þér þarf að líða vel, vera mátulega afslappaður, æfa mikið, passa líkamann, borða hollt, sofa vel, vera hamingjusamur, vera með caddý sem passar þér, halda sér í núinu, vera jákvæður, vera andlega sterkur, vel einbeittur o.s.frv.

Undanfarið er ég búin að vera að setja of mikla pressu á sjálfa mig og hef einhvernvegin ekki náð að slaka á, svo mikið í gangi og að hugsa um… hausinn snýst. Ég er svoooo nálægt því að komast í flowið mitt, en það vantar herslumuninn. Ég þarf bara að taka eina „chill pill“ og áfram gakk.

Ég er svo heppin með fólkið í kringum mig. Ég átti langt, gott spjall við reyndan LPGA spilara í dag og það var mjög eye-opening fyrir mig. Ég þarf bara að einbeita mér að golfinu mínu. Einfalt. Allt annað er aukaatriði.
Out!

PS: Ég var að loada appi sem heitir Insight Timer, til að gefa mér smá tíma í ró á hverjum degi (hugleiðsla, yoga og fleira). Mæli eindregið með því! Fyrir hvern sem er!“

s

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ