Ólafía Þórunn hefur keppni á ný 15. mars – þrjú mót framundan

Mynd/LET

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir undirbýr sig nú fyrir næstu keppnistörn á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims. GR-ingurinn og íþróttamaður ársins 2017, keppir á þremur mótum í röð í mars.

Fyrsta mótið af þessum þremur er Bank of Hope Founders Cup í Phoenix en Ólafía lék á því móti í fyrra og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sömu sögu er að segja af Kia Classic mótinu sem fram fer í Carlsbad. Í lok mars keppir Ólafía á ANA Inspiration í Kaliforníu en það er jafnframt fyrsta risamótið af alls fimm á þessu tímabili.

Ólafía hefur nú þegar keppt á tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti í Ástralíu.

Mars 15-18 Bank of Hope Founders Cup Phoenix, AZ
Mars 22-25 Kia Classic (Aviara) Carlsbad, CA
Mars 29-Apr 1 ANA Inspiration Rancho Mirage, CA *Major

(Visited 269 times, 1 visits today)