/

Deildu:

Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er Íþróttamaður ársins 2017 en kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í hófi í Hörpu í kvöld. Ólafía hlaut 422 stig af alls 520 stigum mögulegum.

Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í næstu sætum á eftir. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð í 9. sæti í þessu kjöri. Þetta er aðeins í þriðja sinn þar sem tveir kylfingar eru á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins.

Þetta er í fyrsta sinn í 62 ára sögu kjörsins að kylfingur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en Ólafía Þórunn er sjötta konan sem verður fyrir valinu.

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu var valið lið ársins og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, þjálfari ársins. Báðir aðilar hlutu fullt hús í kjörinu.

Hér eftir fer heildarniðurstaða kjörsins en mest var hægt að fá 540 stig í kjöri Íþróttamanns ársins.

Íþróttamaður ársins

1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf – 422 stig
2. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 379
3. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 344
4. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir – 172
5. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 125
6. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 94
7. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna – 88
8. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 76
9. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 72
10. Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra – 47
11. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar – 41
12. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar – 37
13. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 18
14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 17
15. Martin Hermannsson, körfubolti – 16
16. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar – 15
17. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar – 4
18. Snorri Einarsson, skíðaganga – 2
19. Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna – 1
20. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna – 1

Lið ársins

1. A-landslið karla, knattspyrna – 135 stig
2. Þór/KA, knattspyrna – 27
3. Valur, handbolti – 22
4. Stjarnan, hópfimleikar – 18
5. A-landslið kvenna, knattspyrna – 14
6. Keflavík, körfubolti – 13
7. Valur, knattspyrna – 8
8. KR, körfubolti – 6

Þjálfari ársins

1. Heimir Hallgrímsson, knattspyrna – 135 stig
2. Þórir Hergeirsson, handbolti – 63
3. Elísabet Gunnarsdóttir, knattspyrna 12
4. Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttir – 9
5. Freyr Alexandersson, knattspyrna – 5
6. Finnur Freyr Stefánsson, körfubolti – 4
– Halldór Jón Sigurðsson, knattspyrna – 4
8. Dagur Sigurðsson, handbolti – 3
9. Ólafur Jóhannsson, knattspyrna – 2
– Óskar Bjarni Óskarsson, handbolti – 2

– Sverrir Þór Sverrisson, körfubolti – 2
12. Guðmundur Guðmundsson handbolti – 1
-. Kristján Andrésson, handbolti – 1

Ólafía Þórunn og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ voru ánægð með verðlaunagripinn í Hörpunni í kvöld. Mynd/seth@golf.is

Skúli Óskarsson var ánægður með kjörið á Íþróttamanni ársins 2017. Skúli fékk inngöngu í Heiðurshöll ÍSÍ í kvöld. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ