Ólafía slær hér úr glompu á Terre Blanche vellinu í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék á 74 höggum eða +1 á fyrsta keppnisdeginum á Terre Blanche mótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi. Fyrsti keppnishringurinn hjá Ólafíu var litríkur en hún fékk alls fimm fugla og þar af þrjá í röð á síðari 9 holunum. Hún þrípúttaði fjórum sinnum og fékk eitt vítishögg og það varð til þess að Íslandsmeistarinn 2011 og 2014 fékk sex skolla. Alls hitti Ólafía 16 flatir í tilætluðum höggafjölda.

Screenshot (15)

Keppni er ekki lokið í dag þegar þetta er skrifað en Ólafía er í 20. sæti eins og staðan er núna. Besta skorið er -6 en alls eru 108 keppendur með á þessu móti.

„Ef einhver hefði sagt við mig fyrir hringinn að ég ætti eftir að leika á einu höggi yfir pari þá hefði ég tekið það. Ég var að slá ótrúlega vel, var með 16 flatir í tilætluðum höggafjölda, og hitti nánast allar brautir í upphafshöggunum. Ég var að koma mér í mörg færi sem er jákvætt. Ég átti erfitt með lengdarstjórnuna í púttunum en það verður vonandi komið á morgun,“ sagði Ólafía Þórunn eftir hringinn í dag á hinu glæsilegu golfvallasvæði sem er rétt við hina þekktu kvikmyndaborg Cannes.

Á morgun, föstudag, mun Ólafía hefja leik kl. 11.25 að íslenskum tíma og hefur hún þá leik á 1. teig.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðu LET Access og einnig hér fyrir neðan á Twittter síðu GSÍ.
LETAccess mótaröðin er næsta sterkasta atvinnumótaröð Evrópu


 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ