Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék á pari vallar á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Cambia LPGA mótinu sem fram fer í Portland í Bandaríkjunum.
Það dugði ekki til að komast i gegnum niðurskurðinn og var hún aðeins einu höggi frá því að komast áfram.
Georgia Hall frá Englandi er á -15 eftir 36 holur og er í efsta sæti með tveggja högga forskot.
Ólafía endaði í 64. sæti á CP mótinu sem lauk s.l. sunnudag í Kanada. Þar lék hún á +1 samtals.
Ólafía hefur leikið á 20 mótum á tímabilinu. Eins og staðan er núna þá er Ólafía í sæti nr. 138 á peningalista LPGA mótaraðarinnar. Hún fór upp um eitt sæti frá því í síðustu viku.
Öll úrslit hjá Ólafíu má sjá hér:
Ólafía þarf að vera á meðal hundrað efstu í lok tímabilsins til að halda keppnisréttinum á næsta tímabili. Verði hún í sætum 101-125 í lok tímabilsins, fær hún takmarkaðan keppnisrétt á næsta tímabili.
Þá þarf hún samt sem áður að fara í gegnum úrtökumót fyrir mótaröðina í desember, verði hún í sætum 101-125.