/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Pure Silke LPGA mótinu á Bahamas. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir tók þátt í góðgerðamóti sem fram fór á Bahamas og náði hún góðum árangri. Mótið heitir White Sands og fór það fram á Paradísareyju.

Leikið á Ocean vellinum en á þeim velli hóf Ólafía Þórunn LPGA ferilinn fyrir tveimur árum. GR-ingurinn lék á 66 höggum þar sem hún fékk alls sjö fugla og einn skolla.

Eins og áður segir var um góðgerðarmót að ræða og var einnig keppt í liðakeppni. Um 20 kylfingar af LPGA mótaröðinni tóku þátt. Má þar nefna stjörnur á borð við  Lexi Thomp­son, Britt­any Lincicome og Stacy Lew­is.

Ólafía Þórunn er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili. Hún hefur ekki leikið á atvinnumóti sem telur til stiga á þessu ári.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ