Golfsamband Íslands

Ólafía Þórunn með gott „stökk“ á heimslistanum í golfi – fór upp um 87 sæti

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á 18. teig í gær á æfingahring fyrir mótið í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór upp um 87 sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa endað í 16. sæti á Terre Blanche mótinu um síðustu helgi á LET Access mótaröðinni. Næst sterkustu atvinnumótaröð í Evrópu í kvennaflokki.

Ólafía er í sæti nr. 786 á heimslistanum en Valdís Þóra Jónsdóttir er sæti nr. 784 þessa stundina. Valdís Þóra hefur ekki leikið á þessu tímabili en hún er að jafna sig eftir aðgerð á þumalfingri en hún býst við að geta leikið á sínu fyrsta móti í lok apríl.

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra geta enn tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar.  Til þess að það gangi upp þurfa þær að leika gríðarlega vel á þeim mótum sem eru framundan.

Alls komast 60 konur á ÓL og eru ýmsar kvaðir varðandi fjölda keppenda frá hverri þjóð fyrir sig. Eins og staðan er á heimslistanum í dag þá er Paz Echeverria frá Chile í 59. sæti á styrkleikalistanum fyrir ÓL. Hún er í sæti nr. 477 á heimslistanum. Það er viðmiðið sem þær Ólafía og Valdís þurfa að nota því keppandinn í sæti nr. 60 verður alltaf frá Brasilíu þar sem gestgjafinn fær að senda einn keppanda í golfkeppnina á ÓL.

Fimmtán efstu á heimslista karla og kvenna komast sjálfkrafa inn á ÓL 2016 en aðeins fjórir geta verið frá sama landi á þeim lista. Kvóti er á fjölda keppenda frá hverri þjóð og geta aðeins tveir að hámarki verið frá sama landi í sætum 16-59 á styrkleikalistanum.

Nánar hér.

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir myndsethgolfis



 

Exit mobile version